Mannauðsstefna

Mannauðsstefna Garðabæjar nær til allra starfsmanna sem starfa hjá sveitarfélaginu. Hún fjallar um almenn réttindi og skyldur starfsmanna sem samþykktar eru hverju sinni. Í stefnunni koma fram væntingar Garðabæjar til starfsmanna sinna.

Í þjónustustefnu Garðabæjar er lögð áhersla á að bjóða upp á framúrskarandi þjónustu, að viðskiptavinirnir séu ánægðir og að hjá Garðabæ starfi hæfir starfsmenn. Með því að tvinna saman markmið þjónustustefnunnar og mannauðsstefnunnar er hægt að styrkja stöðu Garðabæjar enn frekar.

Helstu markmið mannauðsstefnu Garðabæjar er að ráða hæfa starfsmenn sem vilja þroskast í starfi, eru ánægðir og sveigjanlegir og tilbúnir til að koma til móts við síbreytilegar þarfir sveitarfélagsins.

Mannauðsstefnan á að stuðla að góðum starfsháttum og að starfsmenn fái tækifæri til að vaxa í starfi. Til þess að ná markmiðunum þarf sveitarfélagið að skapa starfsmönnum góð starfsskilyrði þar sem þeir fá tækifæri til að dafna í starfi á jafnréttisgrundvelli.

Garðabær vill veita viðskiptavinum/íbúum sínum góða þjónustu og stuðla með því að aukinni ánægju í sveitarfélaginu. Það er sameiginlegt verkefni bæjarstjórnar, stjórnenda sveitafélagsins og starfsmanna að ná þessu markmiði. Til þess að þetta takist þarf samstarfið að byggjast á trausti og virðingu og starfsmenn að taka ábyrgð á eigin verkefnum.

Að leiðarljósi eru höfð gildi Garðabæjar:

Jákvæðni, fagmennska og áreiðanleiki

Í mannauðsstefnunni verður farið yfir meginmarkmið Garðabæjar sem miða að því að tryggja hæfni og ánægju starfsmanna. í undirmarkmiðunum eru taldar upp aðgerðir sem tryggja framkvæmd stefnunnar.

Mannauðsstefnan var endurskoðuð á árinu 2015.

Markmið mannauðsstefnu

Mannauðsstefna í fáum orðum