Heimsókn í minjagarðinn

11.09.2008
Heimsókn í minjagarðinn

Skólabörn í 5. bekk í Hofsstaðaskóla heimsóttu minjagarðinn við Hofsstaði í byrjun september.  Upplýsingafulltrúi Garðabæjar tók á móti skólabörnunum og greindi frá sögu staðarins. Heimsóknin var liður í fræðslu þeirra um landnám Íslands.

Börnin voru mjög áhugasöm um að fá að vita hvernig hús hafi staðið á Hofsstöðum og hvernig lífið var á tímum víkinganna. Einnig gátu börnin skoðað snertiskjái þar sem sýnd er stórskemmtileg margmiðlunarsýning þar sem skoða má þrívíddarteikningar af bænum og munum sem hafa fundist við Hofsstaði.

Minjagarðurinn við Hofsstaði er staðsettur við Kirkjulund (við hliðina á Tónlistarskóla Garðabæjar). Þar geta gestir og gangandi gengið um garðinn og skoðað margmiðlunarsýninguna á nokkrum snertiskjám sem eru staðsettir í garðinum. Aðgangur er ókeypis og garðurinn er opinn allan daginn.

Til baka