Nýr fjármálastjóri

16.09.2008
Nýr fjármálastjóri

Bæjarráð hefur samþykkt að ráða Lúðvík Hjalta Jónsson í starf fjármálastjóra Garðabæjar.

Lúðvík starfar nú sem framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs Seltjarnarnesbæjar.

Lúðvík útskrifaðist sem viðskiptafræðingur árið 1984. Hann starfaði hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga á árunum 1984 - 2000, þar af sem framkvæmdastjóri launanefndar frá árinu 1992.

Hann var ráðinn framkvæmdastjóri fræðslu- og menningarsviðs Seltjarnarnesbæjar árið 2000 og framkvæmdastjóri fjárhags- og stjórnsýslusviðs frá árinu 2003.

Lúðvík kemur til starfa hjá Garðabæ um miðjan nóvember nk.

Til baka