Skemmtileg jazzhátíð

30.04.2013
Skemmtileg jazzhátíð

Jazzhátíð Garðabæjar var haldin í áttunda sinn dagana 25.-28. apríl sl. Hátíðin bauð upp á fjölbreytt prógram að vanda og listrænn stjórnandi frá upphafi er Sigurður Flosason tónlistarmaður.  Að þessu sinni var boðið upp á tónleika víðs vegar um bæinn, í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli, í Urðarbrunni hátíðarsal Fjölbrautaskólans í Garðabæ, í Jónshúsi og nú í fyrsta sinn í Haukshúsi á Álftanesi.  Auk þess voru tónlistaratriði á Garðatorgi og í Litlatúni til að kynna hátíðina fyrir gesti og gangandi.  Fjölmargir af þekktustu jazztónlistarmönnum landsins sem margir hverjir eiga rætur sínar að rekja til Garðabæjar tóku þátt í hátíðinni og einnig voru góðir gestir frá Færeyjum og Danmörku, þeir Edvard Nyholm Debess og Kjeld Lauritsen meðal þátttakenda.  Jazzhátíðin er haldin á vegum menningar- og safnanefndar Garðabæjar og aðalstyrktaraðili hátíðarinnar er Íslandsbanki í Garðabæ. 

Á fésbókarsíðu Garðabæjar er hægt að sjá svipmyndir frá tónleikum hátíðarinnar.

 

 

 

 

Myndir með frétt

Til baka