Skíðasvæðin opin lengur í vetrarfríinu

11.02.2015
Skíðasvæðin opin lengur í vetrarfríinu

Þessa dagana er vetrarfrí í grunnskólum Garðabæjar og af því tilefni verður opið lengur á skíðasvæðinu í Bláfjöllum dagana 12.-13. febrúar eða frá kl. 11 til 21 að því gefnu að veður leyfi.  Einnig verður opið lengur að hluta til í næstu og þarnæstu viku á skíðasvæðunum vegna vetrarfría annarra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu.

Lengri opnunartími vegna vetrarfría á höfuðborgarsvæðinu

Fimmtudag 12. og föstudag 13. febrúar opið í Bláfjöllum frá kl. 11-21.
Fimmtudag 19. febrúar og föstudag 20. febrúar opið í Bláfjöllum og Skálafelli frá kl. 11-21.
Mánudag 23. febrúar og þriðjudag 24. febrúar opið í Bláfjöllum frá kl. 11-21.
Fimmtudag 26. febrúar og föstudag 27. febrúar opið í Bláfjöllum frá kl. 11-21. 

Tvöfaldar rútur verða alla þessa daga.  Kl. 11:00 og 16:15 frá Olís Mjódd.  Úr fjallinu kl. 15:00 og 21:00.  Þessa tvo daga sem Skálafell verður opnað fer rútan þangað einnig á sömu tímasetningum.  Kemur við í Snæland í Mosfellsbæ kl. 11:20 og 16:35.

Dagskorta- og klukkustundakortasala fer fram á tveimur N1 stöðvum. Annarsvegar við Lækjargötu Hafnarfirði og í Ártúnsbrekku á leiðinni upp eftir.  Dagskorta og klukkustundarkort eru einnig til sölu í skálum skíðadeilda á svæðinu, um helgar.

Á vef skíðasvæðanna er hægt að sjá upplýsingar um hvort skíðasvæðin séu opin hverju sinni, þar eru líka upplýsingar um verð, skíða- og brettaleigu og fleira. Upplýsingasími skíðasvæðanna er 530 3000.

Sjá einnig fésbókarsíðu skíðasvæðanna.

Til baka