60 mkr. viðbótarfjárveiting til viðhalds gatna

22.04.2015

Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar fimmtudaginn 16. apríl sl. var tillaga Gunnars Einarssonar bæjarstjóra um að veita 60 mkr. í viðbótarfjárveitingu til viðhalds gatna samþykkt samhljóða af öllum bæjarfulltrúum.

Í greinargerð með tillögunni er greint frá því að Efla verkfræðistofa hafi síðustu ár farið yfir ástand slitlags gatna á hverjum vetri og gert ástandsmat á götum Garðabæjar. Út frá þessu ástandsmati hafa verið teknar ákvarðanir um endurnýjun slitlags.  Á vorin hefur síðan verið farið í að lagfæra þær skemmdir og holur sem hafa verið á slitlögum gatna í bænum.
Ástand yfirborðs gatna í Garðabæ hefur versnað mikið í vetur og er nú töluvert meira af götum sem þarfnast endurnýjunar og viðgerðar en gert var ráð fyrir á síðastliðnu ári.

Fjárveiting ársins 2015 dugar til endurnýjunar á slitlagi á um 13 þúsund fermetrum í ár. Æskilegt er að framkvæma nánast annað eins til viðbótar. Með viðbótarfjárveitingunni sem var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar er komið til móts við þá þörf.

Til baka