Fjölbreytt dagskrá á 17. júní í Garðabæ

12.06.2015
Fjölbreytt dagskrá á 17. júní í Garðabæ
17. júní í Garðabæ

Fjölbreytt  og skemmtileg dagskrá er í boði á 17. júní hátíðarhöldunum í Garðabæ nk. miðvikudag.  Morgundagskráin fer fram víðs vegar um Garðabæ, m.a. verður 17. júnímót Golfklúbbs Álftaness, hestaferðir fyrir framan Álftaneslaug, kanósiglingar fara að þessu sinni fram við Urriðavatn. Um daginn verður frítt í sund í Álftaneslaug frá kl. 10-14, ókeypis veiði í Vífilsstaðavatni og ókeypis aðgangur í Hönnunarsafn Íslands þar sem er opið frá 12-17.  

Hátíðardagskrá við íþróttamiðstöð Álftaness fyrir hádegi og síðdegis við Garðaskóla

Hátíðardagskrá verður haldin við íþróttamiðstöð Álftaness kl. 10:35, skrúðgangan leggur af stað kl. 10:15 og kl. 10 verður helgistund í safnaðarheimilinu Brekkuskógum 1.  Árlegt kaffihlaðborð Kvenfélags Álftaness er haldið í hátíðarsal íþróttamiðstöðvar Álftaness kl. 15-17. 

Í Vídalínskirkju hefst hátíðarstund kl. 13.15 og skrúðganga leggur af stað kl. 14:00 frá Vídalínskirkju að hátíðarsvæði við Garðaskóla þar sem verður fjölbreytt dagskrá frá kl. 14:40-16:30.  Kaffihlaðborð Kvenfélags Garðabæjar er haldið í Garðaskóla kl.14:30-17.   Dagskráin að degi til er í umsjón Skátafélagsins Vífils.

Sjá alla tímasetta dagskrá hér í viðburðadagatalinu

Hátíðartónleikar að kvöldi

Um kvöldið verða haldnir hátíðartónleikar í safnaðarheimili Vídalínskirkju, Kirkjuhvoli, kl. 20.00. Þar stígur hljómsveitin Salon Islandus á svið ásamt Gissuri Páli Gissurarsyni tenórsöngvara.  Þar verður flutt vínartónlist og boðið upp á létta og skemmtilega dagskrá við allra hæfi.  Aðgangur að tónleikunum er ókeypis í boði Garðabæjar og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

 

Til baka