Stjörnustúlkur unnu Pæjumótið

18.06.2015
Stjörnustúlkur unnu Pæjumótið
Stjarnan 1 (5. flokkur)

Stúlkurnar í 5. flokki í Stjörnunni fóru á kostum á Pæjumóti TM sem fram fór í Vestmannaeyjum um síðustu helgi.

Stjarnan 1 tryggði sér Pæjumótsmeistaratitilinn  eftir að hafa sigrað Fylki sannfærandi 4-1 í úrslitaleik mótsins. Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir skoraði tvö mörk, Hrefna Steinunn Aradóttir eitt og Jana Sól Valdimarsdóttir eitt.

Stjarnan 2 vann Bergsbikarinn eftir jafntefli við Víking 2 í úrslitaleik en Stjörnustúlkur skoruðu fyrr í öðrum hálfleiknum og því siguvegarar skv. mótsreglum. Ólöf Sara Sigurðardóttir skoraði mark Stjörnunnar í leiknum.  Stjarnan 3 og 4 stóðu sig einnig frábærlega á mótinu og voru stúlkurnar allar til fyrirmyndar á mótinu.

Stjarnan vann einnig hæfileikakeppnina með frábæru dansatriði en 24 félög voru með atriði í keppninni. Þá má geta þess að Jana Sól var valin til að leika í Landsliðs- og Pressuleiknum og stóð hún sig mjög vel.

Sjá einnig frétt á vef Stjörnunnar.

A-liðið er fyrsta mynd með frétt, svo B-liðið (er með þjálfaranum), þá C-liðið með Tm skilti í bakgrunn og að lokum D-liðið.

Myndir með frétt

Til baka