Ýmsar stofnanir bæjarins loka kl. 12 þann 19. júní

18.06.2015

Í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna hefur Garðabær lagt áherslu á að starfsmenn geti tekið frí þar sem því var viðkomið frá kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 19. nóvember til að þeir geti tekið þátt í skipulögðum hátíðarhöldum þann dag.  

Þetta hefur áhrif á starfsemi fjölmargra stofnana í Garðabæ, leikskólar bæjarins loka frá hádegi og það á einnig við um þjónustuver Garðabæjar að Garðatorgi og Bókasafn Garðabæjar.  

Sundlaugar og íþróttamiðstöðvarnar í Ásgarði og Álftanesi verða opnar en minni þjónusta verður í kvennaklefum í sundlaugum Garðabæjar milli kl. 12 og 18 og gestir sundlauganna eru beðnir velvirðingar á þeim óþægindum sem kunna að verða vegna þessa.

 

 

Til baka