Samantekt á niðurstöðum íbúafundar um nærumhverfi -

15.07.2015
Samantekt á niðurstöðum íbúafundar um nærumhverfi -
Spurningar á fundi um nærumhverfi

Íbúafundur um nærumhverfi og umhverfismál - Nærumhverfið skiptir okkur máli - var haldinn 12. maí síðastliðinn.  Allar ábendingar frá íbúafundinum voru teknar saman og flokkaðar eftir málefnum, þar var m.a. rætt um náttúruna, sorphirðu, göngustíga og gangstéttar, götur og hringtorg, opin svæði og gróður á lóðamörkum og dýramál komu einnig til umfjöllunar. Sá málaflokkur sem fékk mesta umfjöllun var nærumhverfið og að Garðabær sé snyrtilegur bær, enda hafa íbúar bæjarins mikinn metnað gagnvart útliti bæjarlandsins. Einnig getur tímasetning íbúafundarins haft áhrif á þau málefni sem rædd voru, efst í huga fólks um miðjan maí var vorhreinsun lóða sem var að ljúka og hreinsunarátak vorsins með þátttöku 32 hópa (þátttakendur þar skiptu hundruðum) sem tóku svæði í nærumhverfinu til hreinsunar. Má álykta að ef tímasetning íbúafundar yrði t.d. að sumri væru grænu svæði bæjarins í brennidepli þ.e. sláttur og umhirða gróðurbeða bæjarins.

Umhverfisnefnd þakkar íbúum þátttökuna og eru nefndarmenn mjög ánægðir með þetta samtal við bæjarbúa.  Nefndin mun hafa ábendingar fundarins til hliðsjónar í störfum sínum t.d. við gerðar fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár. Einnig mun nefndin fylgja verkefnum eftir sem komu fram sem ábendingar á fundinum.

Niðurstöðurnar og ábendingar frá íbúum fylgja hér með í heild sinni.

Samantekt á því sem fram kom á íbúafundi

Ábendingar frá íbúum

Hlekkur á frétt frá því í maí um íbúafundinn

 

 

Til baka