Áhugaverð verkefni sýnd á lokasýningu ungmenna í skapandi sumarhópi

28.07.2015
Áhugaverð verkefni sýnd á lokasýningu ungmenna í skapandi sumarhópi
Sýning skapandi sumarstarfa

Ungmenni í skapandi sumarstörfum sýndu verkefni sem þau hafa unnið að í sumar á lokasýningu sinni í sal Grósku fimmtudaginn 23. júlí sl.  Á sýningunni kenndi ýmissa grasa þar sem það var fjölhæfur hópur ungmenna sem starfaði í hópnum í sumar.  Þau sýndu meðal annars stuttmyndir sem þau höfðu sett saman, sem og ljósmyndir, myndlist og fatahönnun.  Einnig var flutt tónlist fyrir gesti sýningarinnar.  Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá lokasýningunni.

Myndir með frétt

Til baka