Kvennalið Stjörnunnar leikur við Selfoss til úrslita í bikarkeppninni þann 29. ágúst

30.07.2015
Kvennalið Stjörnunnar leikur við Selfoss til úrslita í bikarkeppninni þann 29. ágúst
Stjarnan tekur við bikarnum 2014

Stjarnan leikur við Selfoss í úrslitum kvenna í bikarkeppninni, Borgunarbikarnum, 29. ágúst kl. 16:00 á Laugardalsvelli.  

Selfoss sigraði Val 3-2 í undanúrslitum og Stjarnan lagði Fylki 2-1 í æsispennandi leik á Fylkisvelli.  Stjarnan er ríkjandi bikarmeistari og hefur því titil að verja en Selfoss laut í lægra haldi fyrir Stjörnunni í úrslitaleiknum á seinasta ári. 

Það verða því Stjarnan og Selfoss sem leika úrslitaleikinn á Laugardalsvelli þann 29. ágúst, klukkan 16:00.

Til baka