Dagur íslenskrar náttúru í Garðaskóla

18.09.2015
Dagur íslenskrar náttúru í Garðaskóla
Nemenur vinna að plöntuverkefni

Nemendur í 8. bekk í Garðaskóla hófu vinnu við plöntuverkefni á degi íslenskrar náttúru miðvikudaginn 16. september sl. Verkefnið er hefðbundinn liður í byrjun vetrarstarfsins í náttúrufræði í Garðaskóla.

Í tengslum við verkefnið fara nemendur í vettvangsferðir um skólalóðina, að Hraunsholtslæk, í Vigdísarlund og út í hraun til þess að skoða plönturnar sem vaxa þar.

Flestir hópar hafa verið afar heppnir með veður í vettvangsferðinni og hafa því notið þess enn frekar að fara út í nærumhverfi skólans til þess að kynna sér íslenskan gróður.

Til baka