40 ára afmæli Garðabæjar árið 2016
30.09.2015

Fyrsti fundur afmælisnefndar
Í upphafi árs 2016 verða liðin 40 ár frá því að Garðabær varð sérstakur kaupstaður. Af því tilefni hefur bæjarstjórn Garðabæjar skipað afmælisnefnd sem á að gera tillögur til bæjarráðs Garðabæjar um einstaka viðburði og dagskrá hátíðarhalda. Í nefndinni sitja formaður bæjarráðs, Áslaug Hulda Jónsdóttir, sem jafnframt er formaður nefndarinnar, Gunnar Valur Gíslason, formaður menningar- og safnanefndar, Björg Fenger formaður íþrótta- og tómstundaráðs og þrír fulltrúar tilnefndir af minnihlutanum í bæjarstjórn þau Baldur Ó Svavarsson, Hafdís Bára Kristmundsdóttir og Bjartur Máni Sigurðsson. Bæjarbúar hvattir til að senda inn hugmyndir
Afmælisnefndin tók nýverið til starfa og leitar nú eftir hugmyndum bæjarbúa, félaga og fyrirtækja í bænum, um hugmyndir að alls konar viðburðum, stórum sem smáum, á afmælisárinu 2016. Hugmyndum má koma á framfæri til afmælisnefndarinnar með því að senda t-póst á netfang Garðabæjar, gardabaer@gardabaer.is.Vonast er til að viðburðir á afmælisárinu verði til þess að styrkja samkennd Garðbæinga og efla bæjarbraginn.
Meðfylgjandi mynd er tekin á fyrsta fundi afmælisnefndarinnar í september, frá vinstri:
Hafdís Bára Kristmundsdóttir, Baldur Ó Svavarsson, Hulda Hauksdóttir upplýsinga- og menningarfulltrúi, Gunnar Einarsson bæjarstjóri, Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður afmælisnefndarinnar, Gunnar Valur Gíslason, formaður menningar- og safnanefndar, Björg Fenger, formaður íþrótta- og tómstundaráðs og Bjartur Máni Sigurðsson.