Námsmat innleitt í leikskólum

12.10.2015
Námsmat innleitt í leikskólum
Frá undirritun samnings um rannsóknarverkefni í leikskólum

Garðabær ásamt fjórum öðrum sveitarfélögum tekur þátt í verkefninu „Mat á námi og vellíðan leikskólabarna“ á árunum 2015-2018. Verkefnið felur í sér rannsókn á innleiðingu námsmats í leikskólum og hefur það markmið að auka gæði í leikskólastarfi.

Sveitarfélögin sem taka þátt auk Garðabæjar eru Hafnarfjörður, Kópavogur, Mosfellsbær og Seltjarnarnes. Forsvarsmenn allra sveitarfélaganna skrifuðu fyrir helgi undir samning við Rannsóknarstofu í menntunarfræðum ungra barna við menntavísindasvið Háskóla Íslands (RannUng) um samstarf um rannsóknina. Verkefnið verður unnið í fimm leikskólum, einu í hverju sveitarfélagi.

Til baka