Kvennakór Garðabæjar hlaut gullverðlaun í kórakeppni

29.10.2015
Kvennakór Garðabæjar hlaut gullverðlaun í kórakeppni
Kvennakór Garðabæjar í Barcelona

Kvennakór Garðabæjar vann til tvennra verðlauna í kórakeppninni og hátiðinni Canta el mar á Spáni um síðustu helgi. Keppnin fór fram dagana 21.-25. október í Barcelona og nágrannabænum Calella. Kórinn vann gullverðlaun í flokki kvennakóra og var sigurvegari þess flokks en vann einnig silflurverðlaun í flokki kirkjuverka. Canta el mar er með stærri kórakeppnum í Evrópu og í ár tóku 49 kórar frá 29 löndum þátt í keppninni eða alls um 1500 manns.  Dagskrá keppninnar var þéttsetin og Barcelona og Calella ómuðu af kórsöng frá morgni til kvölds og veðrið lék við kórfólkið.  

Á fésbókarsíðu Kvennakórs Garðabæjar má sjá fleiri myndir frá kórferðalaginu til Spánar og á vef Kvennakórsins er hægt að finna margvíslegan fróðleik um kórinn.

Myndir með frétt

Til baka