Taktu þátt í vali á íþróttamönnum Garðabæjar 2015

29.12.2015
Taktu þátt í vali á íþróttamönnum Garðabæjar 2015
Harpa Þorsteinsdóttir og Daníel Laxdal - íþróttamenn Garðabæjar 2014

Fjórir karlar og fjórar konur eru tilnefndar af ÍTG (íþrótta- og tómstundaráði Garðabæjar) sem íþróttamenn Garðabæjar 2015.  Einn karlmaður og ein kona verða valin annars vegar sem íþróttakarl og hins vegar íþróttakona Garðabæjar 2015.

Vefkosning fer fram á vef Garðabæjar og stendur til og með 6. janúar.

Upplýsingar um íþróttamennina sem eru tilnefndir og afrek þeirra.

Vefkosning - íþróttamenn Garðabæjar 2015 

Tilkynnt verður um kjör íþróttamanna Garðabæjar í íþróttamiðstöðinni Ásgarði 10. janúar 2016 kl. 13. Þar verða einnig veittar fleiri viðurkenningar vegna íþróttastarfs. 

Allir eru velkomnir á hátíðina.  

Til baka