Álagningarseðlar fasteignagjalda aðgengilegir á Mínum Garðabæ

13.01.2016
Álagningarseðlar fasteignagjalda aðgengilegir á Mínum Garðabæ
Séð yfir Garðabæ

Búið er að gefa út álagningarseðla fasteignagjalda fyrir 2016 og verða þeir sendir til íbúa á næstu dögum.  Einnig er hægt að nálgast álagningarseðlana inni á íbúagáttinni, Mínum Garðabæ. Greiðsluseðlar berast í heimabanka en þeir eru einungis sendir í pósti til íbúa 75 ára og eldri, nema beðið sé um þá sérstaklega. Gjalddagi fasteignagjalda er 15 .hvers mánaðar frá janúar til október, en eindaginn er 15. næsta mánaðar og er því eindagi fyrstu greiðslu ársins 2016 15. febrúar.  Ef heildarálagningin er undir 25.000 kr á árinu verður einungis gefinn út einn greiðsluseðill með gjalddaga 15. apríl 2016.

Lækkun á fasteignaskattaprósentu milli ára

Árið 2016 lækkar fasteignaskattsprósentan úr 0,240% sem hún var árið 2015, í 0,235%.   Þrátt fyrir það geta fasteignagjöld hækkað í þeim tilfellum sem fasteignamat eignarinnar hefur hækkað á milli ára. Sorpgjald hækkar um kr. 1.500 kr milli ára,  var kr. 21.400 kr á árinu 2015 og verður kr. 22.900 kr á árinu 2016.

Afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega

Afsláttur fyrir elli- og örorkulífeyrisþega er tekjutengdur, sjá viðmiðunarmörk í gjaldskrá hér á vefnum. Tekjuviðmið er árið 2014 og eru allar tekur taldar með, þ.m.t. fjármagstekjur, styrkir ofl.

 

Til baka