Fjölmenn söguganga um Silfurtún

14.03.2016
Fjölmenn söguganga um Silfurtún
Söguganga um Silfurtún 8. mars 2016

Síðdegis þann 8. mars safnaðist fólk saman á Garðatorgi við Bókasafnið. Þetta voru þátttakendur í sögugöngu um Silfurtún í leiðsögn Baldurs Svavarssonar arkitekts. Baldur er uppalinn í Túnahverfinu og gerði þar húsakönnun fyrir Garðabæ fyrir nokkrum árum.

Það var ánægjulegt hve margir tóku þátt í fræðslugöngunni. Þarna mættu núverandi íbúar og brottfluttir sem nutu þess að ganga saman um Silfurtún og rifja upp minningar með Baldri og þátttakendum sem vissu allt um hverfið sitt, þeirra á meðal, Jón Sigvaldason einn frumbyggja.

Frá Bókasafninu lögðu um 50 manns af stað sem fjölgaði í sjötíu þegar leið á gönguna, því í hópinn bættist fólk sem kom út úr húsum klæðandi sig í úlpur. Að lokum þáði göngufólk kaffi á Bókasafninu.

Sögugangan var fyrsta gangan sem boðið verður uppá á afmælisári Garðabæjar. Fræðslu- og sögugöngurnar eru samstarfsverkefni umhverfisnefndar, menningar- og safnanefndar og Bókasafnsins.
Fylgist með tilkynningum um fræðslu- og sögugöngur framundan, næsta söguganga er fyrirhuguð um Garðahverfið þann 12. apríl.

Fleiri myndir eru á fésbókarsíðu Garðabæjar


Myndir með frétt

Til baka