Tilnefning til Foreldraverðlauna

12.05.2016
Tilnefning til Foreldraverðlauna
Merki heilahristings

Bókasöfn Garðabæjar, Hafnarfjarðar og Reykjavíkur ásamt Rauða Krossi Íslands hlutu tilnefningu til Foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2016 fyrir verkefnið Heilahristing.

Heilahristingur í Bókasafni Garðabæjar er samstarfsverkefni bókasafnsins og Rauða krossins í Hafnarfirði og Garðabæ og felst í því að veita grunnskólanemendum aðstoð við lestur og heimanám.

Heimanámsaðstoðin er einu sinni í viku á fimmtudögum kl. 15-17 á lesstofu bókasafnsins Garðatorgi og á miðvikudögum milli kl. 15-17 í Álftanessafni. Nemendur mæta með heimalærdóm sinn og eru sjálfboðaliðar á vegum Rauða krossins til staðar til að leiðbeina nemendum.

Heilahristingur er líka í Borgarbókasafni og Bókasafni Hafnarfjarðar. Verkefnið er að danskri fyrirmynd.

Til baka