Götusópun hefst á mánudag

19.05.2016
Götusópun hefst á mánudag
Mynd úr Akrahverfi í Garðabæ

Byrjað verður að sópa götur bæjarins næsta mánudag, 23. maí og er stefnt að því að búið verði að sópa allar götur fyrir 17. júní. Bænum verður skipt í þrjú svæði, þau sömu og við hreinsun á garðúrgangi eftir vorhreinsun lóða, sem nú stendur yfir.

Sópunin hefst á Arnarnesi á mánudaginn, þaðan verður farið í Akra og síðan í Flatir. Önnur hverfi koma þar á eftir.

Bílar hindri ekki hreinsun

Til að verkið gangi vel fyrir sig þarf gott samstarf við íbúa. Settar verða upp merkingar í götum áður en þær verða sópaðar. Íbúar eru beðnir um að vera vakandi fyrir merkingunum og gæta að því að leggja bílum sínum ekki á götum og gangstéttum meðan á sópun stendur.

Gera má ráð fyrir að það taki 4-5 daga að klára hvert svæði.

Svæðin eru þannig:

Svæði 1

Arnarnes - Akrar- Flatir - Ásgarður - Fitjar - Hólar - Ásar - Grundir - Sjáland - Vífilsstaðir - Urriðaholt

Svæði 2

Tún - Mýrar - Garðatorg - Móar - Byggðir - Lundir - Búðir - Bæjargil - Hæðahverfi - Hnoðraholt

Svæði 3

Álftanes - Garðahverfi - Hleinar - Prýði og v/Álftanesveg

 

Til baka