Flottur árangur Flataskóla í Schoolovision

20.05.2016
Flottur árangur Flataskóla í Schoolovision
Góðum árangri Flataskóla fagnað

Ísland stóð sig betur í Schoolovision í ár en í Evróvisjón, þar sem Flataskóli, sem er fulltrúi Íslands í keppninni, hreppti annað sæti í ár í þessari vinsælu keppni.

Shcoolovision er söngvakeppni grunnskóla í Evrópu og eitt af þeim eTwinning verkefnum sem Flataskóli hefur tekið þátt í á undanförnum árum en það eru evrópsk samstarfsverkefni grunnskóla. Shoolovision keppnin er byggð á Evróvisjón keppninni en í henni gera þátttakendur myndband þar sem þau flytja lag af eigin vali og síðan er kosið um besta myndbandið.

Sem fyrr segir lenti Flataskóli í öðru sæti í ár en skólinn hefur frá upphafi notið velgengni í keppninni. Sigurvegari í ár var Úkraína.

Á vef Flataskóla eru nánari upplýsingar um keppnina og fleiri myndir frá veffundinum þar sem löndin greiddu atkvæði um besta lagið.

Hægt er að horfa á framlag Flataskóla í keppninni á vef Schoolovision

Til baka