Jónsmessugleðin fór vel fram

24.06.2016
Jónsmessugleðin fór vel fram
Jónsmessugleði 2016

Hin árlega Jónsmessugleði Grósku var haldin fimmtudagskvöldið 23. júní sl. á göngustígnum við strandlengjuna í Sjálandshverfi.  Fjölmargir lögðu leið sína í Sjálandið þetta kvöld og veðrið var milt og gott þótt sólin hafi ekki látið sjá sig.   Myndlistarmenn úr Grósku sýndu verk sem voru búin til sérstaklega fyrir kvöldið og að þessu sinni voru líka gestalistamenn frá Myndlistarfélagi Kópavogs og Litku í Reykjavík sem tóku þátt ásamt bæjarlistamanni Garðabæjar, Andreu Magnúsdóttur hönnuði.  Þema Jónsmessugleðinnar í ár var ,,Undir rós".  

Auk myndlistarmannana í Grósku voru fjölmargir listamenn á öllum aldri sem komu fram um kvöldið og skemmtu gestum og gangandi með söng, tónlist og dans.. Hópur ungmenna í skapandi sumarstörfum hjá Garðabæ tóku þátt með fjölbreyttum verkum, tónlistaratriðum og gjörningum. Einnig tóku ungmenni úr umhverfishópum Garðabæjar þátt í undirbúningi Jónsmessugleðinnar og voru búin að vinna hörðum höndum að því að gera svæðið klárt fyrir kvöldið auk þess sem hópur aðstoðaði við ýmsa vinnu um kvöldið.

Frá upphafi hafa einkunnarorð Jónsmessugleðinnar verið ,,Gefum, gleðjum og njótum" og öllum sem lögðu hönd á plóg er þakkað fyrir þátttöku sína í þessari hátíð Grósku sem er haldin í samstarfi við Garðabæ.

Á fésbókarsíðu Garðabæjar er hægt að sjá fleiri myndir frá Jónsmessugleðinni. 

Sjá einnig myndir á fésbókarsíðu Grósku.

Myndir með frétt

Til baka