Bilun í tölvupóstkerfi veldur vandræðum

12.08.2016
Bilun í tölvupóstkerfi veldur vandræðum
Turninn á Garðatorgi

Vegna bilunar í tölvupóstkerfi Garðabæjar hafa flestir starfsmenn í Ráðhúsinu auk nokkurra annarra starfsmanna með netföng sem enda á @gardabaer.is verið í takmörkuðu tölvupóstsambandi mánudag til fimmtudag í þessari viku, þ.e.dagana 8.-11. ágúst.  Póstar sem hafa verið sendir starfsfólki þessa vikuna geta hafa glatast og eins hafa póstar frá starfsfólki ekki borist með eðilegum hætti.

Viðskiptavinir Ráðhússins sem hafa ekki fengið svar við pósti sem þeir hafa sent þessa vikuna eru vinsamlegast beðnir um að senda póstinn aftur þar sem hann getur hafa glatast.

Beðist er velvirðingar á óþægindum sem þetta kann að valda.

 


Til baka