Grunnskólastarfið hafið

25.08.2016
Grunnskólastarfið hafið
Fyrsti skóladagurinn í Flataskóla

Grunnskólar í Garðabæ voru settir þriðjudaginn 23. ágúst. Hátt í 2500 nemendur verða í 1.-10. bekk í grunnskólum í Garðabæ í vetur og þar af eru 256 börn að hefja nám í 1. bekk.  

Fjölmennustu skólar bæjarins eru Flataskóli og Hofsstaðaskóli en í þeim báðum eru um 530 nemendur. Í Flataskóla eru þar af 42 fjögurra og fimm ára nemendur sem eru á leikskólastigi. Í Garðaskóla eru í vetur 496 nemendur í 8.- 10. bekk, í Álftanesskóla eru 440 nemendur í 1.-10. bekk og í Sjálandsskóla eru þeir 289. Í bænum eru líka tveir einkareknir skólar, Barnaskóli Hjallastefnunnar og Alþjóðaskólinn og þar stunda samtals hátt í 200 nemendur úr Garðabæ nám.

Það fylgir mikil spenna og gleði fyrstu skóladögunum, ekki síst hjá þeim sem eru að stíga sín fyrstu skref í grunnskólagöngunni. Á vefjum skólanna eru nánari upplýsingar um skólastarfið, fleiri myndir og frásagnir af skólasetningu og fyrstu dögunum.

Vefur Alþjóðaskólans
Vefur Barnaskóla Hjallastefnunnar
Vefur Flataskóla
Vefur Garðaskóla
Vefur Hofsstaðaskóla
Vefur Sjálandsskóla

Myndir með frétt

Til baka