Ábendingar um liðsmenn í Útsvar

26.08.2016
Ábendingar um liðsmenn í Útsvar
Útsvar - spyrlarnir Þóra og Sigmar

Spurningaþátturinn Útsvar heldur göngu sína áfram í Sjónvarpinu í vetur með þátttöku sveitarfélaga. Auglýst er eftir ábendingum um einstaklinga, konur og karla, til að vera í liði Garðabæjar í vetur.

Æskilegt er að viðkomandi hafi góða almenna þekkingu og bónus er auðvitað ef viðkomandi kann að leika og/eða giska vel í látbragðsleik.
Ábendingar um nöfn og helstu upplýsingar um hugsanlega keppendur má senda á netfang Garðabæjar  gardabaer@gardabaer.is sem allra fyrst. 

Nánari upplýsingar er hægt að fá hjá Huldu Hauksdóttur upplýsinga- og menningarfulltrúa, hulda@gardabaer.is eða í s. 525 8500.

Til baka