Haustferðir starfsfólks

29.09.2016
Haustferðir starfsfólks
Haustið er fallegur árstími, mynd úr Heiðmörk

Starfsmenn á bæjarskrifstofum Garðabæjar fara í haustferð til Vestmannaeyja föstudaginn 30. september. Farið verður af stað klukkan 10 og því verður takmörkuð þjónusta á skrifstofunum það sem eftir er dags. Þjónustuverið verður þó opið til kl. 14 eins og aðra föstudaga.

Starfsmenn í þjónustumiðstöð Garðabæjar í Lyngási fara í haustferð um Reykjanes sama dag og því verður þjónusta frá þeim í lágmarki.

Íbúar og viðskiptavinir eru beðnir afsökunar á þeim óþægindum sem fjarvera starfsmanna kann að valda. Þeir sem verða eftir munu þó leggja sig alla fram við að aðstoða þá sem þurfa.

Til baka