Bleikur Garðabær

14.10.2016
Bleikur Garðabær
Bleikur dagur á bæjarskrifstofum 2016

Starfsfólk Garðabæjar og nemendur í skólum bæjarins voru fagurbleikir á bleika deginum sem haldinn er í dag og sýndu þannig samstöðu með átaki Bleiku slaufunnar gegn krabbameini í konum.

Tilgangur bleika dagsins er að vekja athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar sem í ár er helgað brjóstakrabbameini.

Krabbameinsfélagið hvetur alla til að senda skemmtilegar, bleikar myndir af sér og mömmu, vinahópum og vinnufélögum á netfangið bleikaslaufan@krabb.is.  Myndirnar verða birtar á facebooksíðu Bleiku slaufunnar. Merkið myndirnar #bleikaslaufan #fyrirmömmu.

Myndirnar sem fylgja fréttinni eru frá bæjarskrifstofunum, Sjálandsskóla, FlataskólaBæjarbóli og leikskólanum Ökrum.

Nánari upplýsingar um átakið og bleika daginn er á vef Bleiku slaufunnar.

 

Myndir með frétt

Til baka