Leyfi til hænsnahalds í Garðabæ

13.12.2016
Leyfi til hænsnahalds í Garðabæ
Gullakur

Hægt er að sækja um leyfi fyrir hænsnahaldi í Garðabæ með því að fylla út eyðublað þess efnis á Mínum Garðabæ.

Í nýrri samþykkt Garðabæjar um hænsnahald kemur fram að á lóðum þar sem veitt er leyfi til hænsnahalds þarf að vera hæfilega stór kofi sem rúmar þann fjölda af hænum sem leyfið er veitt fyrir. Kofi fyrir sex hænur þarf að vera að lágmarki 3 m² að stærð.

Athugið að heimilt er að byggja hænsnakofa allt að 15 fm án þess að sækja um byggingarleyfi en uppfylla þarf eftirfarandi atriði, sbr. byggingarreglugerð 112/2012 (g liður í grein nr. 2.3.5).

  1. Flatarmál smáhýsis er að hámarki 15 m².
  2. Fjarlægð milli smáhýsa innbyrðis, frá glugga eða hurð húss og frá útvegg timburhúss er a.m.k. 3,0 m eða sýnt er fram á að brunamótstaða veggja smáhýsis og aðliggjandi húss sé þannig að fullnægjandi brunahólfun náist á milli húsanna.
  3. Veggur smáhýsis sem snýr að lóðarmörkum og er nær lóðarmörkum en 3,0 m er glugga- og hurðalaus.
  4. Mesta hæð þaks á smáhýsi er 2,5 m mælt frá yfirborði jarðvegs.
  5. Ef smáhýsi er nær lóðarmörkum en 3,0 m skal liggja fyrir skriflegt samþykki lóðarhafa þeirrar nágrannalóðar og skal það lagt fram hjá byggingarfulltrúa.

Umsóknareyðublað um leyfi til hænsnahalds í Garðabæ er aðgengilegt á Mínum Garðabæ.

 

 

Til baka