Hvatapeninga má nýta í tónlistarnám

16.12.2016
Hvatapeninga má nýta í tónlistarnám
Nemendur Tónlistarskóla Garðabæjar með "flashmob" í Hagkaup 31. jan 2014

Hvatapeningar hækka úr 30.000 kr. í 32.000 kr. á næsta ári og þá verður hægt að nýta þá til tónlistarnáms.

Bæjarstjórn samþykkti á fundi sínum í gær tillögu íþrótta- og tómstundaráðs um reglur um hvatapeninga fyrir árið 2017.

Reglurnar fela í sér tvær breytingar frá núgildandi reglum. Hvatapeningar hækka í 32.000 krónur og í fyrsta sinn verður hægt að nýta þá til að greiða niður tónlistarnám á sama hátt og íþrótta- og tómstundastarf.

Til baka