Forsetinn heimsótti eldri borgara í Jónshúsi

17.02.2017
Forsetinn heimsótti eldri borgara í Jónshúsi
Forsetaheimsókn í Jónshús

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson heimsótti eldri borgara í félagsmiðstöðinni Jónshúsi miðvikudaginn 15. febrúar sl. Það var Félag eldri borgara í Garðabæ sem hafði frumkvæði að heimsóknni og bauð forseta Íslands að heimsækja Jónshús sem er staðsett við Strikið í Sjálandshverfinu.  

Stefanía Magnúsdóttir, formaður Félags eldri borgara í Garðabæ, bauð forsetann velkominn og því næst hélt Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar stutta tölu og sagði meðal annars frá kynnum hans af forsetanum í íþróttastarfi í Garðabæ fyrr á árum.  Garðakórinn, kór eldri borgara í Garðabæ, flutti við þetta tækifæri nokkur lög og að því loknu steig forsetinn í pontu þar sem hann rifjaði upp æskuár sín í Garðahreppi sem síðar varð Garðabær.  Fjölmenni var mætt í Jónshús þennan dag og að lokinni dagskrá var boðið upp á kaffi og meðlæti og gestir spjölluðu við forsetann og rifjuðu upp eldri kynni.

Sjá líka frétt á vef forsetaembættisins.

 

Myndir með frétt

Til baka