Alls kyns furðuverur heimsóttu ráðhúsið

02.03.2017
Alls kyns furðuverur heimsóttu ráðhúsið
Öskudagur 2017

Alls kyns furðuverur heimsóttu ráðhús Garðabæjar á öskudaginn, 1. mars sl., og komu við í þjónustuveri bæjarins á Garðatorgi og sungu þar fallega fyrir starfsmenn og aðra sem áttu leið um.  Áfram héldu svo krakkarnir og komu víða við á Garðatorginu að loknum skóladegi. 

Mikið líf og fjör var einnig í leik- og grunnskólum bæjarins þennan dag og á vefjum skólanna má sjá fréttir og myndir frá deginum.

Á fésbókarsíðu Garðabæjar má sjá fleiri myndir af flottum krökkum sem komu í heimsókn í þjónustuverið á öskudaginn.

 

Myndir með frétt

Til baka