Skemmtilegur söngleikur í FG

08.03.2017
Skemmtilegur söngleikur í FG
Söngleikurinn Kalli og súkkulaðiverksmiðjan

Leikfélagið Verðandi í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ frumsýndi nýverið söngleikinn ,,Kalli og súkkulaðiverksmiðjan" í hátíðarsal skólans. Fjölmargir nemendur FG taka þátt í verkinu.  Frumsýningin tókst vel og framundan eru fjölmargar sýningar hjá þessum ungu og efnilegu nemendum í leikfélaginu. 

Sagan í söngleiknum er kunn mörgum Íslendingum sem hafa ef til vill lesið upphaflegu söguna eftir breska rithöfundinn Roald Dahl og margir þekkja vel samnefnda bíómynd með Johnny Depp í aðalhlutverki. Leikfélagið Verðandi setur nú upp söngleikinn í sinni eigin útgáfu með glænýju handriti og frumsamdri tónlist. Leikstjóri verksins er Andrea Ösp Karlsdóttir og hún er einnig höfundur leikgerðar.

Miðasala fer fram á miðasöluvefnum tix.is. 

Athugið að nemendum í 10. bekk í Garðabæ verður boðið á sýninguna og geta fengið nánari upplýsingar í sínum grunnskóla um hvernig á að panta miða á sýninguna.

Sjá líka upplýsingar á fésbókarsíðu Leikfélagsins Verðandi.

Myndir með frétt

Til baka