Sungið fyrir leikskólastjóra

08.06.2017
Sungið fyrir leikskólastjóra
Kór Hæðarbóls

Kór leikskólans Hæðarbóls kom og söng á síðasta fundi vetrarins hjá leikskólastjórum Garðabæjar og skólaskrifstofu 1. júní sl. Í kórnum eru tveir elstu árgangar leikskólans en í ár eru það 36 börn. Leikskólinn Hæðarból hlaut styrk í vor úr Þróunarsjóði leikskóla til að þróa kórstarfið enn frekar. Stjórnandi kórsins er Anna María Sigurjónsdóttir leikskólakennari.

Á þessum síðasta fundi leikskólastjóra voru þær Helga Kristjánsdóttir leikskólastjóri á Sunnuhvoli og Marta Sigrún Sigurðardóttir leikskólastjóri á Kirkjubóli þökkuð góð störf á liðnum árum en þær eru nú að láta af störfum sem leikskólastjórar. 


 

Myndir með frétt

Til baka