Framkvæmdir að hefjast við nýtt hringtorg á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Karlabrautar

29.06.2017
Framkvæmdir að hefjast við nýtt hringtorg á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Karlabrautar
Yfirlitskort af framkvæmdum við Vífilsstaðaveg

Á næstu dögum hefjast framkvæmdir á gatnamótum Vífilsstaðavegar og Karlabrautar þar sem sett verður nýtt hringtorg.  Einnig verða vegir og göngustígir aðlagaðir að breyttum gatnamótum, nýr göngustígur lagður norðan við Vífilsstaðaveg sem og að hljóðmanir verða gerðar.

Reynt verður eftir fremsta megni að haga verkinu þannig að ónæði fyrir vegfarendur og íbúa í nágrenninu verði sem minnst .  Umsjónaraðili verksins fyrir hönd Garðabæjar er Kristín Arna Ingólfsdóttir byggingarverkfræðingur hjá VSÓ ráðgjöf, kristin.arna@vso.is.

Til baka