Aqua zumba í Álftaneslaug í júlí

03.07.2017
Aqua zumba í Álftaneslaug í júlí
Aqua zumba í Álftaneslaug

Aqua Zumba hefur verið í boði í Garðabæ síðastliðna fimm vetur og notið gríðarlegra vinsælda. Það er Kristbjörg Ágústsdóttir Zumba kennari sem hefur verið með námskeiðin í samstarfi við Klifið, skapandi setur. 

Næstu þrjá fimmtudaga, 6., 13. og 20. júlí, verður boðið uppá Aqua Zumba í Álftaneslaug og eru allir velkomnir kl. 18:30. Bara mæta, borga sig inn og dansa með. 

Allir geta tekið þátt í Aqua Zumba enda er hreyfing í vatni góð fyrir alla, konur og karla, fyrir unga sem aldna, óháð líkamsástandi eða formi. Vatnið leikur um líkamann og verndar hann um leið og hægt er að hoppa, dansa og njóta. Vatnið veitir einnig mótstöðu við hverja hreyfingu sem gerir líkamsrækt í vatni krefjandi, þar sem reynir á þol og hefur auk þess líkamsmótandi áhrif. Aqua Zumba er því örugg, hressandi og skemmtileg líkamsrækt.

Kristbjörg hefur áður verið með opna Aqua Zumba tíma í sundlaugum Garðabæjar, í Ásgarði undanfarin sumur og þegar sundlaugarnótt er haldin á Álftanesi. Meðfylgjandi myndir eru frá sundlauganótt í febrúar sl. en þá tóku margir þátt í Aqua Zumba með Kristbjörgu.

Upplýsingar um Álftaneslaug.

Myndir með frétt

Til baka