Leitað til íbúa við gerð fjárhagsáætlunar Garðabæjar

02.10.2017
Leitað til íbúa við gerð fjárhagsáætlunar Garðabæjar
Séð yfir Garðabæ

Íbúar Garðabæjar eru hvattir til að taka þátt í gerð fjárhagsáætlunar fyrir árin 2018-2021 með því að senda inn tillögur og ábendingar.  Fjárhagsáætlun Garðabæjar verður tekin til fyrri umræðu í bæjarstjórn Garðabæjar fimmtudaginn 2. nóvember 2017.  

Ábendingar frá íbúum skulu berast sem fyrst í október.

Ábendingarnar geta t.d. snúið að:

• Tillögum til hagræðingar í starfsemi Garðabæjar 
• Nýjum verkefni sem bærinn ætti að sinna 
• Verkefnum sem leggja þarf áherslu á í starfsemi bæjarins

Á vef Garðabæjar eru skjöl um fjármál bæjarins sem hægt er að hafa til hliðsjónar og form til að senda inn ábendingu.

Smelltu hér til að nálgast gögnin og ábendingaformið.

Íbúar eru hvattir til að láta í sér heyra og senda inn ábendingar/tillögur í gegnum vef Garðabæjar. 

Til baka