Jóla- og góðgerðardagurinn á Álftanesi 2. desember

01.12.2017
Jóla- og góðgerðardagurinn á Álftanesi 2. desember
Ljósin tendruð á jólatrénu á Álftanesi

Laugardaginn 2. desember heldur Foreldrafélag Álftanesskóla hinn árlega Jóla- og góðgerðadag í góðri samvinnu önnur félagasamtök og börn og foreldra á Álftanesi. Þetta er í níunda skipti sem þessi viðburður er haldinn. 

Jóla- og góðgerðardagurinn fer fram innandyra í íþróttamiðstöðinni á Álftanesi frá kl. 12-16.  

Handverksmarkaður, hönnunarvörur, söluborð, kaffisala og fleira.  Fjölbreytt dagskrá í íþróttahúsinu, söngur, dans, sirkus, tískusýning, bingó,myndataka með jólasveininum frá 14.30-15.30 o.fl.  Sjá mynd með dagskrá hér fyrir neðan.

 Kl. 16:10 Síðdegis verða ljósin tendruð á jólatrénu á Álftanesi fyrir utan íþróttamiðstöðina.  
Almar Guðmundsson, varaforseti bæjarstjórnar, ávarpar gesti og sr. Hans Guðberg Alfreðsson flytur nokkur orð. Hrafnkell Pálmarsson og Pálmar Ólafsson halda uppi jólastemningu og spila jólalög um leið og dansað verður í kringum jólatréð.  Aldrei að vita nema jólasveinar mæta á staðinn. 

Jóla- og góðgerðardagur - viðburður á fésbókinni.
Ljósin tendruð á jólatrénu á Álftanesi - viðburður á fésbókinni

 Jóla- og góðgerðardagurinn á Álftanesi 

 
 
Til baka