Karlmenn í leikskólum

29.01.2018
Karlmenn í leikskólum
Fræðslufundur fyrir karlmenn í leikskólum

Þriðjudaginn 23. janúar sl. var haldinn fræðslufundur fyrir karlmenn sem starfa innan leikskóla í Garðabæ. Ragnar Róbertsson, leikskólakennari og deildarstjóri í leikskólanum Laugasól í Reykjavík, var gestur fundarins. Á fundinum lýsti hann vali sínu á framtíðarstarfi sem leikskólakennari og þá þætti sem eru mest gefandi í starfinu. Ragnar fjallaði einnig um leikskólann sem kvennavinnustað og þá menningu sem skapast þar sem einungis annað kynið er meira ríkjandi. Einnig ræddi Ragnar mikilvægi þess að bæði kynin störfuðu í leikskólaumhverfinu og mótuðu þannig í sameiningu viðhorf til uppeldis og menntunar. 

Áformað er að styðja við karlmenn sem hafa valið sér leikskóla í Garðabæ sem starfsvettvang og þessi fræðslufundur var liður í því.  

 

Til baka