Fánahefðinni vðhaldið í Garðabæ

03.04.2018
Fánahefðinni vðhaldið í Garðabæ

Blaðamaður Viðskiptablaðsins ók um höfuðborgarsvæðið um páskana til að kynna sér hvar íslenska fánanum var flaggað við opinberar stofnanir. Í forsetaúrskurði um fánadaga og fánatíma segir meðal annars að við opinberar stofnanir skuli flagga á þar tilgreindum fánadögum. Á meðal fánadaga er föstudagurinn langi en þá skal flaggað í hálfa stöng og páskadagur. Samkvæmt könnun blaðamanns Viðskiptablaðsins var nokkur misbrestur á að opinberar stofnanir virtu þessi tilmæli nú um páskana og á það bæði við um stofnanir ríkisins og sveitarfélaga. Blaðamaðurinn var á ferð í Garðabæ á föstudeginum langa og veitti því athygli að við Ráðhús Garðabæjar er farið að landslögum en þar var flaggað í hálfa stöng eins og sést á myndinni sem birt er með leyfi Viðaskiptablaðsins.

Umfjöllun Viðskiptablaðsins um fánahefðina

Forsetaúrskurður um fánadaga og fánatíma

Til baka