Reykmengun frá stórbrunanum í Garðabæ

05.04.2018
Reykmengun frá stórbrunanum í Garðabæ
Bruni í Miðhrauni, mynd fengin frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins

Kl. 13:50, 5. apríl:
Reykmengun frá stórbrunanum í Garðabæ er að mestu gengin yfir en þar sem reykurinn er mjög skaðlegur er ráðlagt að halda börnum í leik- og grunnskólum áfram innandyra. Fólki með viðkvæm öndunarfæri er líka ráðlagt að halda sig inni. Á það helst við um nágrenni brunastaðar en líka þá staði þar sem vart verður við reyk.  


Kl. 11:45, 5. apríl: 

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur sent út tilkynningu um að íbúar í Garðabæ haldi sig inni við, hækki hita og loki gluggum vegna reyks sem leggur yfir bæinn  vegna brunans í Miðhrauni.  Hér að neðan má lesa tilkynningu frá slökkviliðinu, þar sem vindátt hefur breyst á hún líka við austurbæ Garðabæjar:

"Stórbruni í Garðabæ veldur því að eitraðan reyk leggur yfir íbúabyggð í Hafnarfirði og á Álftanesi. Fólk er beðið að halda sig innandyra, loka gluggum og hækka hitastigið ef það verður vart við reyk. Bæði slökkvilið og lögregla eru á staðnum, auk annarra viðbragðsaðila, og er fólk vinsamlegast beðið að halda sig fjarri brunavettvangi, bæði vegna hugsanlegrar eitrunar og einnig til að gera viðbragðsaðilum kleift að vinna sína vinnu."

 Sjá líka upplýsingar á fésbókarsíðu Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins.

Til baka