Stjarnan íslandsmeistari í hópfimleikum

06.04.2018
Stjarnan íslandsmeistari í hópfimleikum
Íslandsmeistarar 2018

Stjörnukonur unnu í gærkvöldi Íslandsmótið í hópfimleikum og eru þær þar með ríkjandi Íslands- og bikarmeistarar. Keppt var í Laugardalshöll en aðeins 0,6 stig skildu Stjörnuna og Gerplu að í gær. 

Stjarn­an fékk sam­tals 53,750 stig og þar skipti frammistaða liðsins á dýnu sköp­um. Þar fékk Stjarn­an 18,050 stig fyr­ir æf­ing­ar á því áhaldi sam­an­borið við 17,150 stig Gerplu. B-lið Stjörn­unn­ar varð í 3. sæti með 42,250 stig.

Lið Stjörnunnar var eitt skráð til leiks í blönduðum flokki og vann þar með sigur. Lið Gerplu sigraði þá í karlaflokki.

Fimleikasamband Íslands

Fésbókarsíða Fimleiksambands Íslands

Til baka