Veiðitímabilið hafið í Vífilsstaðavatni

09.04.2018
Veiðitímabilið hafið í Vífilsstaðavatni

Veiðitímabilið í Vífilsstaðavatni er hafið og stendur yfir frá 1. apríl til 15. september. Stangveiðileyfi í Vífilsstaðavatni eru seld með veiðikortinu á sölustöðum N1, Olís, Íslandspósti og veiðivöruverslunum um land allt. Kortið kostar 7.900 kr. og veitir aðgang að fjölmörgum vatnasvæðum um allt land en börn yngri en 14 ára veiða frítt í fylgd korthafa.

Nánari upplýsingar um veiðikortið og Vífilsstaðavatn má finna á vef veiðikortsins www.veidikortid.is.

Dagsveiðileyfi er hægt að kaupa á 1000 kr. í Þjónustuveri Garðabæjar, Garðatorgi 7 en leyfilegt er að veiða í vatninu frá kl. 8:00 til kl. 24:00.

Athugið að bannað er að veiða á merktu svæði norðanmegin í vatninu vegna verndunar varpsvæða flórgoðans og er öll umferð báta og kajaka bönnuð á vatninu.

Að gefnu tilefni má nefna að ekki er leyfilegt veiða í Urriðavatni. Veiðimenn og útivistarfólk er vinsamlegast beðið um að ganga vel og snyrtilega um svæðið og fylgja umgengnisreglum friðlandsins sem víða má sjá á skiltum við vatnið.

Verndarsvæði flórgoðans má sjá hér.

Til baka