Fjölmargir á kynningarfundi um skipulag á Álftanesi

02.05.2018
Fjölmargir á kynningarfundi um skipulag á Álftanesi
Íbúafundur um skipulag á Álftanesi

Kynningarfundur um forkynningu á deiliskipulagi miðsvæðis Álftaness, forkynning á deiliskipulagi Bessastaða og verkefnislýsing vegna deiliskipulags Norðurness var haldinn í hátíðarsal íþróttamiðstöðvarinnar á Álftanesi, fimmtudaginn 26. apríl síðastliðinn. 
Tillögurnar ásamt verkefnislýsingu og tillögu að deiliskipulagi fyrir Holtstún voru kynntar og fyrirspurnum svarað en fjölmargir íbúar mættu á fundinn. 

Hér má sjá nánari upplýsingar um tillögurnar og verkefnalýsinguna. 

Á meðan á forkynningu stendur er hægt að koma ábendingum á tækni- og umhverfissvið á tölvupóstfangið skipulag@gardabaer.is og eru íbúar hvattir til að gera slíkt. Öllum ábendingum verður komið á framfæri við skipulagsnefnd og bæjarstjórn, en vakin er athygli á því að þær teljast ekki formlegar athugasemdir. 
Að lokinni forkynningu og úrvinnslu ábendinga verða tillögurnar lagðar fram í skipulagsnefnd og vísað þaðan til afgreiðslu bæjarstjórnar. Þegar bæjarstjórn hefur samþykkt að auglýsa tillögu að deiliskipulagi verður það gert með áberandi hætti og gefst þá tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna innan athugasemdafrests. 

Forkynning stendur yfir til 11. maí 2018 og eru tillögurnar aðgengilegar á heimasíðu Garðabæjar www.gardabaer.is og í þjónustuveri Garðabæjar. Athugasemdarfrestur fyrir tillögu að deiliskipulagi fyrir Holtstún rennur út 7. maí.

Kynningarfundinum var streymt beint á fésbókarsíðu Garðabæjar.

 

 

Myndir með frétt

Til baka