Opið fyrir skráningu í Vinnuskólann

03.05.2018
Opið fyrir skráningu í Vinnuskólann
Vinnuskólahópur

Búið er að opna fyrir umsóknir um störf ungmenna í Vinnuskóla Garðabæjar í sumar.  Vinnuskólinn er fyrir 14-16 ára ungmenni fædd árin 2004, 2003 og 2002.  Forráðamenn þurfa að skrá unglinginn sinn í Vinnuskólann á ráðningarvef Garðabæjar. Upplýsingar um vinnuskólann má finna hér á vef Garðabæjar og þar má sjá hvenær vinnuskólinn byrjar og hvar á að mæta fyrsta daginn, vinnutíma, laun og fleiri hagnýtar upplýsingar.

Almenn störf og áherslur í vinnuskóla eru garðyrkja, gróðursetning, hirðing á lóðum og opnum svæðum bæjarins og skipulagt tómstundastarf. Einnig eru í boði nokkur aðstoðarstörf hjá stofnunum og félögum í Garðabæ, s.s. leikskólum, leikjanámskeiðum og námskeiðum skáta o.fl. fyrir þá sem fæddir eru árin 2003 og 2002. Hægt er að merkja við þessi aðstoðarstörf inni á skráningareyðublaðinu á ráðningarvefnum.

Til baka