Vorhreinsun lóða

14.05.2018
Vorhreinsun lóða
Vorhreinsun lóða
Vorhreinsun lóða í Garðabæ verður dagana 14.-25. maí nk. Starfsmenn bæjarins og verktakar verða á ferðinni þessa daga og hirða garðúrgang sem settur hefur verið út fyrir lóðamörk.

Bæjarbúar eru hvattir til að nýta sér þessa þjónustu bæjarins því að vorhreinsun lokinni verða lóðarhafar sjálfir að flytja garðúrgang í endurvinnslustöðvar SORPU og/eða nýta safnkassa á lóðum. Greinar og tré sem sett eru við lóðamörk verða fjarlægð á sömu dögum.

Hér fyrir neðan má sjá hvaða dagsetningar gilda fyrir stök hverfi í bænum. 

Hreinsun á garðúrgangi:

14.-16. maí: Flatir, Ásgarður, Fitjar, Hólar, Ásar, Grundir, Sjáland, Arnarnes, Akrar, Vífilsstaðir, Urriðaholt 

17.-22. maí: Tún, Mýrar, Garðatorg, Móar, Byggðir, Lundir, Búðir, Bæjagil, Hæðahverfi, Hnoðraholt 

23.-25. maí: Álftanes, Garðahverfi, Prýði, Hleinar og v. Álftanesveg
 
Til baka