Skýrsla um náttúrusvæði í Garðabæ

17.05.2018
Skýrsla um náttúrusvæði í Garðabæ

Ný skýrsla hefur verið gefin út sem fjallar um starfsemi á náttúrusvæðum Garðabæjar starfsárið 2017 og fram á árið 2018. Nánar tiltekið á friðlýstum svæðum og svæðum utan byggðar, umsjón þeirra, uppbyggingu og viðhaldi.

Garðabær stendur framarlega þegar kemur að náttúruvernd friðlýstra svæða ef miðað er við nágranna sveitarfélög varðandi friðlýsingar náttúrusvæða. Friðlýst svæði í Garðabæ eru samtals 519 hektarar. Eins og fram kemur í skýrslunni er að mörgu að huga og þarf stöðuga árvekni og viðbrögð þannig að svæðin séu sveitarfélaginu til sóma. Skýrslan er hvorki fræðileg né tæmandi en gefur greinargóða mynd af þeim fjölmörgu verkefnum sem Garðabær stendur að á náttúrusvæðum sínum.

Umhverfisnefnd Garðabæjar hefur umsjón og eftirlit með friðlýstum svæðum innan sveitarfélagsins og starfar hún í umboði bæjarstjórnar að umhverfis- og náttúruverndarmálum.

Hér má nálgast skýrsluna.

Til baka