Fréttir eftir mánuðum

23.12.2008

Afgreiðslutími um jól og áramót

Afgreiðslutími um jól og áramót
Þorláksmessa opið frá kl. 08:00-16:00. Aðfangadagur 24. desember - lokað. Lokað á jóladag og öðrum í jólum.
23.12.2008

Nýta þarf hvatapeninga fyrir áramótin

Nýta þarf hvatapeninga fyrir áramótin
Foreldrar eru minntir á að nýta hvatapeninga ársins 2008 fyrir áramót. Hvatapeningar ná í ár til allra barna og ungmenna á aldrinum 6-18 ára og nema þeir 25.000 krónum.
19.12.2008

Óbreyttar álögur á íbúa

Óbreyttar álögur á íbúa
Samdrætti í tekjum Garðabæjar á árinu 2009 verður mætt með hagræðingu, sparnaði og lækkun launa. Útsvar verður áfram óbreytt, 12,46% sem er með því lægsta sem gerist
17.12.2008

Börn frá 15 mánaða á leikskóla

Börn frá 15 mánaða á leikskóla
Öll börn sem náð höfðu 15 mánaða aldri fengu vist í leikskóla haustið 2007. Á skólaárinu 2007-2008 voru ellefu leikskólar starfandi í Garðabæ og leikskólabörn voru 608.
16.12.2008

Heimsóttu Hönnunarsafnið

Heimsóttu Hönnunarsafnið
Börnin á leikskólanum Kirkjubóli skoðuðu nýlega jólasýningu Hönnunarsafns Íslands, íslensku jólaskeiðina
11.12.2008

Alþjóðlegt grunnskólanám

Alþjóðlegt grunnskólanám
Samningar um áframhaldandi samstarf Garðabæjar og tveggja grunnskóla, sem bjóða upp á nám á ensku samkvæmt alþjóðlegri námskrá innan veggja grunnskóla Garðabæjar voru undirritaðir í dag.
10.12.2008

Nágrannavarsla breiðist út

Nágrannavarsla breiðist út
Nágrannavarsla var kynnt fyrir íbúum í Ásbúð, Holtsbúð, Dalsbyggð og Hæðarbyggð á fundi sem haldinn var nýlega
08.12.2008

Ljósin tendruð á jólatrénu

Ljósin tendruð á jólatrénu
Ljósin voru tendruð á vinabæjarjólatrénu laugardaginn 6. desember sl. Jólatréð sem er gjöf frá vinabænum Asker í Noregi er staðsett fyrir utan ráðhús Garðabæjar að Garðatorgi.
05.12.2008

Fjárhagsáætlun 2009 lögð fram

Fjárhagsáætlun 2009 lögð fram
Samdrætti í tekjum Garðabæjar á árinu 2009 verður mætt með sparnaði og hagræðingu í rekstri stofnana, lækkun launa og endurskoðun þjónustustigs í einhverjum tilvikum.
04.12.2008

Bærinn skreyttur trjám frá íbúum

Bærinn skreyttur trjám frá íbúum
Íbúar og starfsmenn Garðabæjar hafa tekið höndum saman um að skreyta bæinn fyrir jólin.
04.12.2008

Þak klætt með síldar- og loðnunót

Þak klætt með síldar- og loðnunót
Verktakar í Kauptúni hafa á undanförnum dögum unnið að því að klæða ófullgert þak byggingar sem þar er verið að reisa með síldar- og loðnunótum.
03.12.2008

Samið um umsjón skógræktarsvæða

Samið um umsjón skógræktarsvæða
Garðabær og Skógræktarfélag Garðabæjar hafa gert með sér samning um víðtæka samvinnu um ræktun og umhirðu skógræktarsvæða í bæjarlandinu.