Fréttir eftir mánuðum

30.06.2009

Samningur um atvinnuátak

Samningur um atvinnuátak
Garðabær, Skógræktarfélag Íslands og Skógræktarfélag Garðabæjar hafa gert með sér samning um atvinnuátaksverkefni þar sem skipulögð hafa verið störf fyrir 100 manns auk verkstjórnar í tæpa tvo mánuði sumarið 2009.
30.06.2009

1400. fundur bæjarráðs

1400. fundur bæjarráðs
1400. fundur bæjarráðs Garðabæjar var haldinn þriðjudaginn 30. júní. Bæjarráð Garðabæjar er skipað þremur fulltrúum sem eru kosnir árlega úr hópi bæjarfulltrúa á fyrsta fundi bæjarstjórnar í júní.
29.06.2009

Skapandi sumarstarf

Skapandi sumarstarf
Á vegum bæjarvinnunnar í Garðabæ er starfrækt sérstakt verkefni í sumar sem ætlað er ungmennum á aldrinum 17 til 19 ára. Verkefnið felst í því að ungmenni fá tækifæri til að vinna að skapandi viðfangsefnum og rækta listræna hæfileika sína.
29.06.2009

Fundað í Garðabæ

Fundað í Garðabæ
Dagana 21. – 23. júní sl. stóð Rannsóknastofa um stærðfræðimenntun á Menntavísindasviði Háskóla Íslands fyrir alþjóðlegri ráðstefnu um sögu stærðfræðimenntunar. Ráðstefnan var haldin í Fjölbrautaskólanum í Garðabæ.
25.06.2009

Fjölmenni á Jónsmessugleði

Fjölmenni á Jónsmessugleði
Fjölmenni var á Jónsmessugleði sem var haldin í Garðabæ miðvikudagskvöldið 24. júní frá kl. 20-24. Hátíðarhöldin fóru fram á göngustígnum Strandstíg í Sjálandinu.
24.06.2009

Lampa og nýsköpunarkeppni

Lampa og nýsköpunarkeppni
Við skólaslit Hofsstaðaskóla fyrr í mánuðinum voru veitt verðlaun fyrir hönnunarverkefni sem IKEA hefur styrkt við skólann í vetur. Í Hofsstaðaskóla hefur áhugi á nýsköpun og hönnun aukist ár frá ári
23.06.2009

Kvennahlaupið í 20. sinn

Kvennahlaupið í 20. sinn
Sjóvá Kvennahlaupið fór fram í 20. sinn laugardaginn 20. júní sl. Að venju var aðalhlaupið í Garðabæ.
19.06.2009

Vel heppnuð hátíðarhöld

Vel heppnuð hátíðarhöld
Veðrið lék við hátíðargesti framan af degi þann 17. júní sl. Skátafélagið Vífill hafði umsjón með hátíðarhöldunum í Garðabæ og boðið var upp á fjölbreytta dagskrá fyrir alla aldurshópa.
18.06.2009

Bæjarlistamaður Garðabæjar 2009

Bæjarlistamaður Garðabæjar 2009
Laufey Jensdóttir myndlistarmaður er bæjarlistamaður Garðabæjar árið 2009. Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar afhenti Laufeyju Jensdóttur starfsstyrk listamanns við hátíðlega athöfn í Vídalínskirkju á þjóðhátíðardaginn 17. júní.
15.06.2009

Fjölbreytt dagskrá í boði 17. júní

Fjölbreytt dagskrá í boði 17. júní
Fjölbreytt dagskrá verður í boði frá morgni til kvölds þann 17. júní í Garðabæ. Skátafélagið Vífill hefur umsjón með hátíðarhöldunum.
15.06.2009

Besti skóladagurinn

Besti skóladagurinn
Grunnskólabörn Garðabæjar eru komin í sumarfrí að loknu skólaári. Síðustu skóladagarnir eru oft öðruvísi og hefðbundið skólastarf brotið upp. Nokkrir nemendur úr Hofsstaðaskóla fengu m.a. tækifæri til að fara í kynnisferð í Ríkisútvarpið
11.06.2009

Gaf Tónlistarskólanum höggmynd

Gaf Tónlistarskólanum höggmynd
Tónlistarskóla Garðabæjar var slitið fimmtudaginn 28. maí s.l. Við skólaslitin barst skólanum höfðingleg gjöf frá Gerði Gunnarsdóttur listakonu,en hún er höfundur höggmyndanna sem eru í anddyri skólans.