Fréttir eftir mánuðum

29.12.2010

Ný gjaldskrá leikskóla

Ný gjaldskrá leikskóla
Ný gjaldskrá leikskóla tekur gildi frá áramótum. Helstu breytingar samkvæmt henni eru að matargjald hækkar um 1.830 kr. eða úr 4.370 kr. í 6.200 kr. á mánuði.
23.12.2010

Jólakúlugerð í Hönnunarsafninu

Jólakúlugerð í Hönnunarsafninu
Nú í desembermánuði hafa nemendur í leik- og grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu komið í heimsókn í Hönnunarsafn Íslands í Garðabæ og tekið þátt í barnasmiðju safnsins. Í barnasmiðjunni hafa þau fengið leiðsögn við að búa til jólakúlur og fleira...
22.12.2010

Bekkjavædd gönguleið

Bekkjavædd gönguleið
Á vetrarsólstöðum var fyrsta ,,bekkjavædda" gönguleiðin formlega vígð í Garðabæ. Með þessu er þeim sem lakari eru til gangs og keyra ekki bíl, gert auðveldara að versla og njóta mannlífs og þjónustu í bænum.
21.12.2010

Opinn jólaskógur

Opinn jólaskógur
Laugardag 18. desember sl. var opinn jólaskógur í Smalaholti. Skógræktarfélag Garðabæjar og Rótarýklúbburinn í Görðum unnu saman að því að opna skóginn fyrir fjölskyldur bæjarins til að velja sér jólatré.
20.12.2010

Náttúrufræðistofnun í Urriðaholti

Náttúrufræðistofnun í Urriðaholti
Náttúrufræðistofnun Íslands opnaði formlega í nýjum heimkynnum í Urriðaholti föstudaginn 17. desember. Nýja húsið er sérstaklega hannað fyrir starfsemi stofnunarinnar og er fyrsti vísir að uppbyggingu fjölbreyttrar skrifstofu- og þjónustustarfsemi í...
17.12.2010

Samstaða um fjárhagsáætlun

Samstaða um fjárhagsáætlun
Fjárhagsáætlun Garðabæjar fyrir árið 2011 var samþykkt samhljóða á fundi bæjarstjórnar í gær, 16. desember. Þetta er annað árið í röð sem fjárhagsáætlun bæjarins er samþykkt með atkvæðum allra bæjarfulltrúa
14.12.2010

Jólalegir strætisvagnar

Jólalegir strætisvagnar
Börn af leikskólunum Bæjarbóli, Kirkjubóli og Sjálandi eru á meðal leikskólabarna sem eiga listaverk sem prýða strætisvagna Strætó bs. nú fyrir jólin.
14.12.2010

Fjölbreyttir jólatónleikar framundan

Fjölbreyttir jólatónleikar framundan
Á þessum tíma árs er mikið um að vera í tónlistarlífinu í Garðabæ. Framundan eru fjölbreyttir jólatónleikar sem Garðbæingar eru hvattir til að sækja. Dikta o.fl. hljómsveitir koma fram á stórtónleikum í Vídalínskirkju fimmtudaginn 16. desember nk.
14.12.2010

Fræddust um nýjungar

Fræddust um nýjungar
Kennsluráðgjafar í tölvu- og upplýsingatækni í grunnskólum sóttu ráðstefnu fyrr í haust þar sem þeir kynntu sér ýmsar nýjungar á sviði upplýsingatækni
08.12.2010

Kynning á frumkvöðlum 2

Kynning á frumkvöðlum 2
Frumkvöðlarnir í Kveikjunni vinna að ólíkum viðfangsefnum. Í myndbandi sem nú má sjá á facebook síðu Garðabæjar kynna tveir þeirra sig og fyrirtæki sín.
07.12.2010

Gjafatré prýða bæinn

Gjafatré prýða bæinn
Þjónustumiðstöð Garðabæjar auglýsti fyrr í vetur eftir trjám úr görðum Garðbæinga til að nota fyrir jólaskreytingar. Óhætt er að segja að Garðbæingar tóku vel í þá bón.
06.12.2010

Niðurstöður íbúafundar á vefnum

Niðurstöður íbúafundar á vefnum
Menning, listir, kaffihús, mannlíf og fjölbreyttar verslanir er á meðal þess sem íbúar Garðabæjar vilja sjá í miðbænum sínum, samkvæmt þeim tillögum sem komu fram á íbúafundi um miðbæinn sem haldinn var í október sl.